Í dag var síðasti skóladagurinn minn, þ.e. síðasti fyrirlestradagurinn í B.S. gráðuna. Á morgun er ég að fara að leika við Hermann hermi í verknámsstofunni. Eftir það tekur við heilmikil lokaverkefnisvinna og verknám á Bráðamóttökunni, Gjörgæslunni, Meðgöngudeild og Hreiðrinu. Þannig að það verður nóg að gera framundan og ég verð útskrifuð áður en ég veit af. Ég er ekki alveg að trúa því að þessu sé bráðlega að fara að ljúka, en ég mun að öllum líkindum útskrifast 13.júní 2009, nema mér takist að falla eða klúðra lokaverkefninu :/
Ég er eiginlega komin á það að vinna í 1-2 ár eftir útskrift áður en ég fer í ljósmóðurfræðina. Ég er alveg komin með nóg af því að vera í skóla og þarf á smá pásu að halda. Ég hef líka áhuga á því að kynnast Vökudeildinni enn betur áður en sérhæfi mig sem ljósmóðir. Þannig að ég krosslegg fingur um að ég fái að halda áfram þar eftir útskrift. Hérna áður fyrr var barist um nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga en eins og ástandið er í þjóðfélaginu í dag þá getur enginn verið öruggur með vinnu. Í fyrsta skiptið í langan tíma eru flest allar deildir spítalans fullmannaðar.
En núna þarf ég að skella í tvö köld rúllutertubrauð fyrir Hlaðborgð 4. árs hjúkrunarnema sem verður haldið í Eirbergi á morgun, föstudaginn 23. janúar kl. 11:30-13:30. Allir að mæta og borða eins mikið og þeir geta fyrir 1200 kr.
Hófí
22 janúar 2009
28 nóvember 2008
Próftíð
Þá er öllu verknámi lokið sem þýðir að próftíð er hafin. Próftaflan lítur svona út þessa önnina:
4.des Barnasjúkdómafræði kl. 9-12
9.des Heilsugæsla samfélagsins kl. 9-12
11.des Barnahjúkrun kl. 9-12
Annars vorum við Beta að fá jákvætt svar frá siðanefnd LSH með smávægilegum athugasemdum. Þannig að við erum búnar að fá leyfi til að gera rannsóknina fyrir lokaverkefið :) Sem er endalaus hamingja og mikill léttir.
Gangi ykkur öllum vel í komandi próftíð
Hófí
4.des Barnasjúkdómafræði kl. 9-12
9.des Heilsugæsla samfélagsins kl. 9-12
11.des Barnahjúkrun kl. 9-12
Annars vorum við Beta að fá jákvætt svar frá siðanefnd LSH með smávægilegum athugasemdum. Þannig að við erum búnar að fá leyfi til að gera rannsóknina fyrir lokaverkefið :) Sem er endalaus hamingja og mikill léttir.
Gangi ykkur öllum vel í komandi próftíð
Hófí
11 nóvember 2008
Mánuður í jólafrí...
...og ég var að byrja 3ja vikna verknám í heilsugæslunni sem sýnir hvað ég fæ lítinn tíma til að læra undir próf :( En ég verð samt fegin þegar ég kemst loksins í jólafrí 11.desember. Alvöru fríið mitt byrjar reyndar ekki fyrr en 15. des eftir langa vinnuhelgi, en þá flýg ég beint norður.
Ég er búin að hafa nóg að gera síðan ég skrifaði síðast. Við Beta erum búnar að vera ofurduglegar í lokaverkefnisvinnu; lesa samtals rúmlega 50 greinar og sækja um leyfi fyrir rannsókninni til siðanefndar LSH. Þessi umsókn er sko ekki búin að vera neitt grín og vonumst við því til að fá jákvætt svar. Í síðustu viku kláraði ég svo heimahjúkrun og verkefni sem henni fylgdi. Þessir kennarar eru svo verkefnaglaðir að það hálfa væri nóg.
Í gær hóf ég svo verknám í Heilsugæslu Glæsibæjar ásamt Betu og líst rosalega vel á starfsemina þar, enda fæ ég nasaþefinn af ung- og smábarnaeftirliti og mæðravernd. Get alveg ímyndað mér að vinna sem ljósmóðir innan heilsugælsunnar einhvern tímann. Bara virkilega spennandi og góður vinnutími. Vil samt fyrst fara í aksjónið á spítalann og taka á móti börnum.
Þessu verknámi fylgja af sjálfsögðu 2 stór verkefni og 3 umræðutímar. Framundan er því mikil verkefnavinna og próf og verður lítill fréttaflutning á meðan þessu stendur. Ekki það að ég sé venjulega svo ofurdugleg að blogga ;)
Kv. Hófí
Ég er búin að hafa nóg að gera síðan ég skrifaði síðast. Við Beta erum búnar að vera ofurduglegar í lokaverkefnisvinnu; lesa samtals rúmlega 50 greinar og sækja um leyfi fyrir rannsókninni til siðanefndar LSH. Þessi umsókn er sko ekki búin að vera neitt grín og vonumst við því til að fá jákvætt svar. Í síðustu viku kláraði ég svo heimahjúkrun og verkefni sem henni fylgdi. Þessir kennarar eru svo verkefnaglaðir að það hálfa væri nóg.
Í gær hóf ég svo verknám í Heilsugæslu Glæsibæjar ásamt Betu og líst rosalega vel á starfsemina þar, enda fæ ég nasaþefinn af ung- og smábarnaeftirliti og mæðravernd. Get alveg ímyndað mér að vinna sem ljósmóðir innan heilsugælsunnar einhvern tímann. Bara virkilega spennandi og góður vinnutími. Vil samt fyrst fara í aksjónið á spítalann og taka á móti börnum.
Þessu verknámi fylgja af sjálfsögðu 2 stór verkefni og 3 umræðutímar. Framundan er því mikil verkefnavinna og próf og verður lítill fréttaflutning á meðan þessu stendur. Ekki það að ég sé venjulega svo ofurdugleg að blogga ;)
Kv. Hófí
10 október 2008
Nóg að gera í kreppunni
Ég hef eiginlega ekki haft tíma til að hugsa um þetta s.k. kreppuástand sem ríkir á Íslandi. Það eina sem ég veit er að ég er fegin því að eiga ekki neinar eignir á hækkandi lánum. Allir bankar að fara á hausinn. Ég er virkilega farin að halda að útskriftarferðin endi bara í hringferð í kringum landið.
Ég á ennþá eftir 3 vaktir á bráðamóttöku barna. Þótt mér finnist ég nú eiga frekar heima á vökudeildinni þá er þetta skemmtileg og fjölbreytt deild. Allt annar taktur einhvern veginn. En þótt þetta sé búið að vera langar 2 vikur þá ég er búin að læra alveg helling og er það fyrir mestu. Ég gæti svo sem alveg hugsað mér að vinna þarna einhvern tímann, en maður er bara svo vanafastur. Ég er orðin of heimakær á vökunni. Er einmitt að fara á næturvaktahelgi þar núna á eftir. Þannig það er alveg búið að vera nóg að gera og verður þannig í þó nokkurn tíma í viðbót. Er í augnablikinu að skrifa verkefni um hægðatregðu barna, spennandi. Þetta er samt alveg ótrúlega algeng ástæða fyrir því að börn eru að koma á bráðamóttökuna.
Bestu fréttirnar sem ég hef fengið í dag er próftaflan mín, en ég er búin í prófum 11.DESEMBER, sem hefur aldrei gerst áður. Ég er mjög ánægð með þetta þótt maður fái færri daga til að lesa undir próf. Við Egill verðum svo fyrir norðan um jólin og sunnan um áramótin. Mig er bara farið að langa í malt og appelsín við að skrifa þetta.
Annars styttist óðum í norðurför hjá mér en ég á flug 23. október og verður það kærkomin 3ja daga hvíld. Plús það að ég fæ að knúsa nýjasta fjölskyldumeðliminn. Hlakka til.
Jæja,ég ætla að reyna að leggja mig smá fyrir nætuvaktina, þrátt fyrir brjálað partý í næsta húsi.
Hófí
Ég á ennþá eftir 3 vaktir á bráðamóttöku barna. Þótt mér finnist ég nú eiga frekar heima á vökudeildinni þá er þetta skemmtileg og fjölbreytt deild. Allt annar taktur einhvern veginn. En þótt þetta sé búið að vera langar 2 vikur þá ég er búin að læra alveg helling og er það fyrir mestu. Ég gæti svo sem alveg hugsað mér að vinna þarna einhvern tímann, en maður er bara svo vanafastur. Ég er orðin of heimakær á vökunni. Er einmitt að fara á næturvaktahelgi þar núna á eftir. Þannig það er alveg búið að vera nóg að gera og verður þannig í þó nokkurn tíma í viðbót. Er í augnablikinu að skrifa verkefni um hægðatregðu barna, spennandi. Þetta er samt alveg ótrúlega algeng ástæða fyrir því að börn eru að koma á bráðamóttökuna.
Bestu fréttirnar sem ég hef fengið í dag er próftaflan mín, en ég er búin í prófum 11.DESEMBER, sem hefur aldrei gerst áður. Ég er mjög ánægð með þetta þótt maður fái færri daga til að lesa undir próf. Við Egill verðum svo fyrir norðan um jólin og sunnan um áramótin. Mig er bara farið að langa í malt og appelsín við að skrifa þetta.
Annars styttist óðum í norðurför hjá mér en ég á flug 23. október og verður það kærkomin 3ja daga hvíld. Plús það að ég fæ að knúsa nýjasta fjölskyldumeðliminn. Hlakka til.
Jæja,ég ætla að reyna að leggja mig smá fyrir nætuvaktina, þrátt fyrir brjálað partý í næsta húsi.
Hófí
26 september 2008
Bráðamóttaka barna
Þá er skólinn búinn og munu næstu vikur fara í verknám og lokaverkefnisvinnu. Ég byrja á því að fara á Bráðamóttöku barna næstu 3 vikurnar þannig að það eru spennandi en erfiðir tímar framundan.
Ég er ekki mjög sátt við gengið þessa dagana, sérstaklega þar sem ég er í ferðanefnd bekkjarins og við erum að reyna að plana útskriftarferð. Þetta mun allavega ekki verða ódýrt, svo mikið er víst. Það er reyndar ekki ennþá búið að ákveða hvert verður farið, eigum enn eftir að fá einhver tilboð. Það sem ég er mest spennt fyrir í augnablikinu er Egyptaland og Brasilía.
En nú er ég á leið að hitta hjúkkurnar mínar, við ætlum að útbúa strawberry daiquiry á línuna og gera það sem við gerum best: kjafta langt fram á kvöld :)
Hófí (sem er aftur orðin dökkhærð)
Ég er ekki mjög sátt við gengið þessa dagana, sérstaklega þar sem ég er í ferðanefnd bekkjarins og við erum að reyna að plana útskriftarferð. Þetta mun allavega ekki verða ódýrt, svo mikið er víst. Það er reyndar ekki ennþá búið að ákveða hvert verður farið, eigum enn eftir að fá einhver tilboð. Það sem ég er mest spennt fyrir í augnablikinu er Egyptaland og Brasilía.
En nú er ég á leið að hitta hjúkkurnar mínar, við ætlum að útbúa strawberry daiquiry á línuna og gera það sem við gerum best: kjafta langt fram á kvöld :)
Hófí (sem er aftur orðin dökkhærð)
27 ágúst 2008
4. árið
Þá er ég loksins farin að sjá fyrir endann á B.S. gráðunni minni, fjórða árið að hefjast og ég held ég hafi bara aldrei verið spenntari að byrja aftur í skólanum eftir sumarfrí. Enda eru áfangarnir að höfða mikið til mín, er t.d. í áfanga sem heitir Barneignir og fjölskyldan sem er eiginlega hálfgerður ljósmóðurfræðiáfangi :)
Á þessum þremur skóladögum hef ég samt komist að því að það verður alveg nóg að gera næstu mánuðina; fyrirlestrar, 3 verknám, fjöldi verkefna og svo auðvitað lokaverkefnisundirbúningur. Ég er loksins búin að ákveða lokaverkefni, en við Beta ætlum saman að gera rannsókn og fræðilega úttekt um verkjastillingar sem konur nota í fæðingu. Til að fá leyfi fyrir rannsókninni þurfum við að senda úttekt og rökstuðning fyrir rannsókninni til Vísindasiðanefndar þannig að það er ekki seinna en vænna að fara að byrja á þessu. Enda erum við búnar að vera ofursamviskusamar og byrjaðar að skipuleggja okkur í heimildaleitinni. Já og ég byrjaði að læra heima á degi 1 á þessari önn sem hefur ekki gerst alla mína skólagöngu! Veit ekki hvaðan þessi skólaorka er að koma. Það á því að taka fjórða árið með trompi, vera ofur samviskusöm og reyna að halda meðaleinkunni uppi eða jafnvel hækka hana smá :) Kannski mikil bjartsýni, kemur í ljós.
Ég flutti lögheimili mitt til Reykjavíkur fyrir stuttu síðan og er því orðin löggiltur Reykvíkingur. Ég hefði nú alveg viljað vera löggiltur Akureyringur áfram en neyddist til að gerast sunnlendingur til að fá frítt strætókort. Já, það sem maður gerir ekki fyrir 30.000 kall.
Annars splæsti ég í ný Armani gleraugu um daginn fyrir 43.000 kall! Úff, það fer nú að líða að því á næstu árum að maður fari í laser aðgerð. En það var allavega kominn tími á að endurnýja gömlu gleraugun.
Hófí
Á þessum þremur skóladögum hef ég samt komist að því að það verður alveg nóg að gera næstu mánuðina; fyrirlestrar, 3 verknám, fjöldi verkefna og svo auðvitað lokaverkefnisundirbúningur. Ég er loksins búin að ákveða lokaverkefni, en við Beta ætlum saman að gera rannsókn og fræðilega úttekt um verkjastillingar sem konur nota í fæðingu. Til að fá leyfi fyrir rannsókninni þurfum við að senda úttekt og rökstuðning fyrir rannsókninni til Vísindasiðanefndar þannig að það er ekki seinna en vænna að fara að byrja á þessu. Enda erum við búnar að vera ofursamviskusamar og byrjaðar að skipuleggja okkur í heimildaleitinni. Já og ég byrjaði að læra heima á degi 1 á þessari önn sem hefur ekki gerst alla mína skólagöngu! Veit ekki hvaðan þessi skólaorka er að koma. Það á því að taka fjórða árið með trompi, vera ofur samviskusöm og reyna að halda meðaleinkunni uppi eða jafnvel hækka hana smá :) Kannski mikil bjartsýni, kemur í ljós.
Ég flutti lögheimili mitt til Reykjavíkur fyrir stuttu síðan og er því orðin löggiltur Reykvíkingur. Ég hefði nú alveg viljað vera löggiltur Akureyringur áfram en neyddist til að gerast sunnlendingur til að fá frítt strætókort. Já, það sem maður gerir ekki fyrir 30.000 kall.
Annars splæsti ég í ný Armani gleraugu um daginn fyrir 43.000 kall! Úff, það fer nú að líða að því á næstu árum að maður fari í laser aðgerð. En það var allavega kominn tími á að endurnýja gömlu gleraugun.
Hófí
08 ágúst 2008
Leggja höfuðið í bleyti
Ég er mikið búin að vera að velta fyrir mér lokaverkefninu mínu undanfarið; hvað ég eigi nú að taka fyrir. Komin með nokkuð margar hugmyndir og var að senda leiðbeinanda mínum þær. Verður gaman að sjá hvað henni finnst. Ég vil bara fara að ákveða þetta sem fyrst. Þoli ekki svona óvissu. Þá get ég líka byrjað að undirbúa mig fljótlega því þetta verður pottþétt mikil vinna. Ég hélt að maður væri bara að gera þetta blessaða lokaverkefni á síðustu önninni en nei, maður er víst í fullt af áföngum líka og á að skrifa lokaverkefnið á einhverjum vikum sem maður fær í "frí".
Annars skelltum við Egill okkur norður um versló. Ferðin heppnaðist vel. Fórum tvisvar í sumarbústaðinn og hittum vini og kunningja. Sigrún kenndi mér að gera rosalega góða Pina Colada sem ég mun eflaust nýta mér í framtíðnni :)
Framundan er stutt og ljúf vinnuhelgi þar sem ein stelpa í vinnunni skuldar mér 12 tíma vakt. Ákvað að nýta tækifærið og taka mér frí á sunnudaginn en þá erum við Egill búin að vera saman í 3 ár. Þetta líður allt of hratt. En við ætlum allavega að reyna að gera eitthvað skemmtilegt þá.
Annars held ég að ég sé komin með svefnsýki, sef alveg endalaust mikið. Og þá meina ég meira en venjulega sem var líka mikið :)
Hófí
Annars skelltum við Egill okkur norður um versló. Ferðin heppnaðist vel. Fórum tvisvar í sumarbústaðinn og hittum vini og kunningja. Sigrún kenndi mér að gera rosalega góða Pina Colada sem ég mun eflaust nýta mér í framtíðnni :)
Framundan er stutt og ljúf vinnuhelgi þar sem ein stelpa í vinnunni skuldar mér 12 tíma vakt. Ákvað að nýta tækifærið og taka mér frí á sunnudaginn en þá erum við Egill búin að vera saman í 3 ár. Þetta líður allt of hratt. En við ætlum allavega að reyna að gera eitthvað skemmtilegt þá.
Annars held ég að ég sé komin með svefnsýki, sef alveg endalaust mikið. Og þá meina ég meira en venjulega sem var líka mikið :)
Hófí
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)