19 desember 2007

Á síðustu dropunum

Ég þjáist af alvarlegum einbeitingarskorti í augnablikinu og ekki hjálpar það að síðasta prófið er leiðinlegasta prófið! Já, síðustu 2 dagar hafa einkennst af mikilli sjálfsvorkunn. Mér finnst ég búin að vera endalaust lengi í þessari próftíð.

En þetta er að verða búið. Sem betur fer. Eftir einn sólarhring og 6 klukkutíma verð ég komin til Akureyrar :) Það er eins gott að það verði flogið.

Hófí

5 ummæli:

Katrín sagði...

æji greyið þú átt alla mína samúð
en ef þig langar í pásu bjallaðu þá bara :)

Nafnlaus sagði...

Ahhh...djöfull er ég sammála þér, lengsta próftíð sem ég hef gengið í gegnum. En núna er þetta búið og maður getur andað á ný :) Góða ferð norður.

Nafnlaus sagði...

Hæhæ
Heyrðu við förum í flug á morgun og komum til íslands á fimmtudaginn, við komum svo norður um 5 leytið á fimmtudeginum
Já við verðum að ná að hittast eitthvað fyrir norðan

Nafnlaus sagði...

Hæhæ þetta var ég hérna fyrir ofan......
Sigrún

Nafnlaus sagði...

GLEÐILEG JÓL! Eigðu gott jólafrí skvís, hver veit nema maður læðist norður um áramótin ;)