16 desember 2007

Snemma að sofa í prófum???

Ég hef alla tíð vanið mig á það að vera ekki að læra langt fram á nótt kvöldið fyrir próf. Ég hef þó gert fáeinar undantekningar á þeirri reglu, en ekki vakað lengur en til kl 02:30. Ég bara skil ekki fólk sem getur lært alla nóttina og verið með rökræna hugsun í 3ja tíma prófi til hádegis. Ég rakst á þessa grein á mbl.is í morgun. Held ég haldi mig regluna mína góðu :)

Hins vegar á ég það til að stilla vekjaraklukkuna mína á kl 06:00 morguninn sem prófið er til þess að ná að renna eina umferð gegnum aðalatriðin. Það er eitthvað sem mér finnst alveg bráðnauðsynlegt. Jafnvel að fara í sturtu kl. 6 og læra svo til að verða 8. Borða og fara beint í prófið.

Annað sem ég skil ekki er þegar fólk tekur með sér glósurnar með sér í skólann og er að lesa yfir einhver spjöld alveg fram á síðustu mínútu. Annað hvort kanntu þetta eða ekki. Það er ekki eitthvað að fara að síast inn í heilann á síðustu mínútunum fyrir próf. Plús það að maður er svo stressaður að maður meðtekur ekki neitt. Ég veit ekki, kannski er þetta einhvers konar hughreysting og stressminnkun fyrir suma.

Annars hefur gengið nokkuð vel í prófunum hingað til. Tölfræði á morgun, kvíði henni þó svo að ég tel mig kunna þetta ágætlega. Sumir kennarar eru bara þannig að maður býst við ósanngjörnu prófi sem er ekki í samræmi við kennslu og námsbók.

Egill er farinn norður þannig að ég er bara ein í slotinu í augnablikinu. Frekar leiðinlegt, en auðveldara að halda sig við lærdóminn. Ég er farin að telja niður dagana í norðurför, 4 dagar!

Ég hugga mig við nýtt hár hjá Örnu á morgun, ekki veitir af. Prófljótan er mætt á háu stigi. Merkilegt hvað bara maskari getur gert mikið kraftaverk.

Ætla að halda áfram að rembast í tölfræðinni

Hófí.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel hon eða break a leg thíhí.:) Hafðist ekki að koma dótinu til þín þessa helgina en.....það kemur dagur eftir þennan dag he he he.:) Ég fer hins vegar í klippingu og litun á þri. þannig að við verðum rosa flottar báðar tvær fyrir jólin he he he.:)

Nafnlaus sagði...

Verður það Jennifer Aniston aftur eða á að prófa einhverja nýja klippingu?

Nafnlaus sagði...

Þetta var mamma sem skrifaði gleymdi að segja það!!

Nafnlaus sagði...

Ég veit það ekki alveg sjálf. Arna var með einhverjar svaka hugmyndir...kemur í ljós á morgun:)

Katrín sagði...

hellú vá hvað ég kannast við próf ljótuna, er með hana á háu stigi ;)
en við verðum flottastar um jólin, er það þá sjallinn eða ;)

Nafnlaus sagði...

Það er aldrei að vita, kannski líst okkur á eitthvað. Yrðum samt LANGT yfir meðalaldri...en hvað með það ;)

Katrín sagði...

hehe alltaf gaman að vera elstur ;) en við sjáum bara til... var samt að pæla hvort það væri hægt að plata þig í kakó bolla á bláu áður en ég fer svo aftur suður... er nefnilega að vinna 31.des

Nafnlaus sagði...

Jájá, ekkert mál. Langt síðan maður hefur farið á Bláu. Leiðinlegt að hafa þig ekki fyrir norðan um áramótin samt :( Gangi þér vel í síðasta prófinu á morgun