04 janúar 2008

Nýtt ár gengið í garð

Þessi jól hafa einkennst af miklum svefni, áti og bara almennri leti. Einnig er ég búin að nýta tímann í að lesa skáldsögur (í stað skólabóka) og ákvað ég að hafa þetta Arnaldar Indriða jól, er búin með Vetrarborgina og Harðskafa. Hver veit nema ég skelli mér á Konungsbók líka. Svo er ég búin að hafa mikið fyrir því að finna nógu stóra plötu undir 1500 kubba pússluspilið sem við Egill gáfum pabba í jólagjöf. Að lokum fann ég risahillu inni í geymslu og er pússlan vel á veg komin. Mér hefur alltaf þótt gaman að pússla.

Einkunnir litu loksins dagsins ljós fyrst í dag, eða það er að segja tvær af fimm. Fékk 8,5 í aðferðafræði og 9 í vexti&þroska og er því sátt. Vona að hinar fari að tínast inn fljótlega. Síðast þurfti ég að bíða fram í lok janúar, skulum vona að það endurtaki sig ekki.

Annars leggst árið 2008 bara vel í mig. Held það verði fróðlegt ár. Margt getur breyst á einu ári og er alltaf gaman að spekúlera hvar maður verði niðurkominn að ári liðnu. Gleðilegt nýtt ár.

Hófí

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta skvís.:) Bara frábært hjá þér.:)

Nafnlaus sagði...

Ahhh...ég er svo ánægð með að upptöku- og sjúkraprófin eru í janúar hjá okkur þannig að allir kennarar verða að vera búnir að skila inn einkunnum fyrir föstudaginn :) Samt ótrúlegt að þurfa að bíða í meira en mánuð eftir einkunn.
Til hamingju með prófin, svo verðum við að fara að koma okkur út að borða með stelpunum.

Nafnlaus sagði...

Hæhæ og takk fyrir síðast
Stórglæsilegar einkunnir hjá þér, til hamingju með það
..hvað segiru lýtaaðgerðasögur já, það má alveg safna í eitt svoleiðis blogg :)