26 nóvember 2007

Og þá hefst próflesturinn

Búin með verkefnin, vúbbí. Eða svona næstum því, á bara eftir að lesa yfir 14 blaðsíður eða svo. Þannig að á morgun get ég loksins farið að læra undir prófin sem byrja í næstu viku! Úff, vona að ég lendi aldrei aftur svona í síðasta verknámshóp. Þetta er aðeins of mikið af hinu góða.

Það er búið að vera cookie/harðfisk veisla hér í slotinu undanfarna daga. Mamma og pabbi fóru til Barcelona sl. fimmtudag og keyrðu við með kökur, rúllutertu, ostaköku og harðfisk frá ömmu Lillu. Ekki amalegt það. Er ekki frá því að buxnastrengurinn sé orðinn aðeins þrengri en hann var fyrir helgi :) Annars skrapp ég í bíó á Bjólfskviði í þrívídd um helgina og mæli með að aðrir geri slíkt hið sama. Mjög flott mynd. Ég skríkti allavega eins og smástelpa enda hef ég adrei séð mynd í þrívídd áður.

Annars lítur próftaflan mín svona út þessa önnina:

3. ár
11.13.14 Aðferðafræði............................................06. des. 09:00-12:00
11.13.31 Vöxtur og þroski yfir æviskeið........................10. des. 09:00-12:00
11.13.33 Hjúkrun krabbameinssjúklinga........................13. des. 09:00-12:00
11.12.25 Tölfræði.................................................17. des. 09:00-12:00
11.13.35 Hjúkrun langveikra fullorðinna........................20. des. 09:00-12:00


Sem þýðir að það er innan við mánuður í jólafrí :)


Hófí

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bara brilljant próftafla.:):) Hefur alla vega nokkra daga að lesa milli prófhrina he he he.:) Gangi þér vel hon.:)

Katrín sagði...

Gangi þér vel að læra :)