18 nóvember 2007

Aftanábump

Jæja, þá er verknámið ALVEG að fara að klárast, bara tvær vaktir eftir...og ég get ekki beðið. Ekki það að verknámið sé leiðinlegt, heldur vil ég bara fara að einbeita mér að verkefnagerð og námslestri.

Ég fór í verknám í dag, lagði af stað kl. 07:18, sem er hánótt hjá mér og óguðlegur tími til að vera fótum á sunnudagsmorgni. Ég var samt ótrúlega vakandi eitthvað og held ég að skítakuldinn hafi hjálpað eitthvað í þeim málum. Held það sé virkilega að koma vetur.

Ég fór svo með honum Orra bekkjarbróður mína í heimsókn til útskrifaðs sjúklings, en það var eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem við áttum að ljúka við í þessu blessaða verknámi. Hvorugt okkar á bíl þannig að hann fékk lánaðann bíl meðleigjanda síns og haldiði ekki að við höfum lennt í árekstri. Jújú, það var keyrt harkalega aftan á okkur á hringtorginu við háskólann af þessum líka stóra jeppa. Afturrúðan alveg smallaðist og það kom væn beygla ásamt brotnu bremsuljósi. Við sem betur fer í fullum rétti. Ég slapp nú við skrekkin,er bara svona í hálsinum eins ég hafi sofið illa en Orri greyjið er að drepast í hálsinum. Þetta er þá önnur aftanákeyrslan sem ég lendi í síðan ég flutti suður. Og núna á ég ekki einu sinni bíl.

Í augnablikinu hlakka ég ógurlega mikið til jólanna. Get ekki beðið eftir því að hvorki þurfa að hugsa neitt um skóla né vinnu.

Hófí

5 ummæli:

Katrín sagði...

það er nú gott að heyra að það sé allt í lagi með þig. Er að hugsa um að hleypa þér ekki inn í bílinn minn, þetta gæti verið þitt karma, hvað veit maður ;) nehh ljótt að segja svona. en er það ekki hittingur á þriðjudaginn ??

Nafnlaus sagði...

tjah, ég hef allavega ekki lennt í strætóbílslysi hingað til, þannig að þær ætti að vera óhætt....jú, var það ekki planið. Heyrumst bara betur seinnipartinn á morgun :)

Nafnlaus sagði...

Hvaða hvaða
En já jólaskapið....ég er allavega ekki að finna það þó að allt sé í skreytingum hérna núna og jólatónlistin í botni í öllum búðum en vonandi fer það að koma, hérna verður thanksgiving matur um næstu helgi, viltu vera með ?? :D

Nafnlaus sagði...

Ég væri nú alveg til í kalkún skal ég segja þér :)

Nafnlaus sagði...

Vona að þú sért í lagi hon......svona aftanákeyrslur geta verið varasamar á hálsinn; Heyri í þér fljótlega.:)