Þá er ég loksins byrjuð í verknámi á krabbameinsdeildinni. Það versta er að ég er svona á mörkunum á því að vera veik, síhóstandi og tala eins og unglingspiltur í mútum. Svona er þetta, maður hrynur niður á versta tíma sem hægt er. En það þýðir ekkert að vera veik núna, er að fara að taka 12 vaktir á 14 dögum til að klára þetta sem fyrst. Þess á milli verð ég á fullu í verkefnavinnu.
En mér líst bara mjög vel á þetta en sem komið er, það var nóg að gera í dag þannig að tíminn líður hratt. Líka gaman að komast aðeins inn í öll þessi krabbameinslyf. En já, ég verð víst mjög upptekin á næstu dögum og eiginlega bara næstu vikurnar.
Annars er ég búin að komast að því að ég get bakað eplaköku í örbylgjuofninum mínum, mmmm :)
Hófí
08 nóvember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
12 ummæli:
mmmm hvernig bakaru eplaköku í örbylgjuofninum ??
nákvæmlega, hvernig er það hægt ???
Það er ekkert mál, gengur eiginlega bara betur heldur en að baka hana í ofninum. Skellir henni bara inn í sona 15 mínútur á heitasta!
ohh Hófí þú ert svo klár :)
Vá dugleg þú að baka! Aldrei hefði mér dottið þetta í hug.
Annars er ég bara að kvitta fyrir mig, orðið langt síðan við hittumst... verður þú fyrir norðan um áramótin?
Ég vissi að þú hefðir þetta í þér he he he.:) Þvi ekki er þetta í mínum genum thíhí:) allt farið á þig. Gangi þér vel með verknámið og annað......OG farðu vel með þig skvís.:)
svona er maður myndarlegur.
en já, Una ég verð fyrir norðan 20.des-6.jan :)
Uss verð að prófa þetta, ertu með uppskkrift :D..
..svo veistu að við ætlum að hittast (oftar en einusinni) heima á Akureyri, held að ég verði bara nákvæmlega jafn lengi og þú heima eða svona næstum því 27.des-7.eða8. jan..man ekki alveg...förum út að borða saman..á greifann eða eitthvað :) ??
Heyrðu Sigrún, mér líst vel á það :)
uppskriftin er svona eftir minni:
5 epli
2 dl sykur
1 dl hveiti
1/2 dl haframjöl
1mk kanill
200 g smjörlíki
skera eplin niður í þunnar sneiðar, blanda sykri, hveiti, haframjöli og kanil saman í skál.
Svo er bara að smyrja kökuform að innan með smjöri, leggja fyrsta eplalagið, því næst hráefnablönduna og smjörsklípur ofan á. Aftur eplalag og svo köll af kolli. Endar á smjörklípulaginu :)
Skelltu þessu svo í örbylgjuna í svona 10-15 mín til að byrja með...eða bara þangað til eplin eru orðin mjúk.
5 Epli ?
Er þetta stór kaka ?
nei alls ekki, bara svona kringlótt kökuform. það eiga sko að vera 6 en ég nota bara 5
Já ok....uss verð að prófa þetta í nýju íbúðinni ;) var að fatta áðan að ég þarf að flytja á morgun (laugardag) en ekki á sunnudaginn...svona er maður utan við sig þegar maður þarf ekkert að gera alla daga...þannig að ég þarf að rífa hendurnar fram og drífa mig að pakka... :)
Skrifa ummæli