02 nóvember 2007

Þetta er að skella á...

Síðast liðin vika hefur verið mjög ljúf, lognið á undan storminum. Vinnuhelgi framundan og verknám á krabbameinsdeild byrjar á miðvikudaginn í næstu viku. Ég ætla að reyna að taka þetta á sem stystum tíma þannig að verkefnavinnan sem fylgir falli nú ekki saman við prófupplestrarfríið. Kvíði aðallega fyrir öllum þeim verkefnum sem ég á eftir að gera.

Annars er ég frekar snemma í því þetta árið, en ég er nánast búin að afgreiða allar jólagjafirnar. Sá ekki fram á að hafa neinn annan tíma til þess. Fór meðal annars í nýju Toys 'r' us búðina á Smáratorgi og vá hvað hún er stór. Get rétt ímyndað mér hvernig væri að vera barn og koma þangað inn. Ekki leiðinlegt það.

Ég er svo komin með nýtt hár enn og aftur :) Örnu vantaði módel og þurfti hún að breyta módelinu skv. mynd af frægri persónu (því hárgreiðslufólk lendir jú oft í slíkum aðstæðum). Ég er sem sagt núna orðin Jennifer Aniston, eða er allavega með svipaðan háralit og hún og tókst þetta bara mjög vel enda Arna orðin svo svakalega klár.

Ætla að fá mér að borða áður en ég þarf að fara að vinna (Síðasta vinnuhelgin á Vökudeildinni þangað til eftir áramót :) )

Hófí

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alltaf nóg að gera hjá þér skvís.:) Verðum að reyna að hittast í kaffisopa eða eitthvað áður en próftíðin skellur á he he he.:):) Hlakka til að sjá herlegheitin thíhí.:) Fer í klippingu og litun næsta miðvikudag.:)

Nafnlaus sagði...

Ertekki með mynd af nýja hárinu ??

Nafnlaus sagði...

Reyni að setja inn myndir einhvern tímann....