18 október 2007

Tailenskt, já takk!

Þá er fríið búið. Held ég hljóti að hafa þyngst um einhver kíló við þessa Akureyrarferð, ég borðaði svo mikið. Franska súkkulaðitertan frá Bakaríinu við Brúna er einstaklega góð ef einhver vill dekra við sig.

Núna tekur hins vegar alvaran við. Læra fullt, vinna 2 langar helgar, 12 vakta verknám á 11E, þónokkur verkefni og 5 próf.

Ég get svo ekki beðið eftir næstu Akureyrarferð sem verður jólafrí en ég pantaði mér flug eftir síðasta prófið þann 20.desember og verð alveg til 6.janúar :)

Annars er lítið að frétta. Fórum í matarboð til Róberts og Önnu í gærkvöldi, en Róbert er með Agli í skóla. Föttuðum eftir á að þetta er fyrsta svona parakvöld sem við förum farið á, merkilegt. Mjög gott kvöld, komst að því að rækjuflögur eru góðar. Held samt að þær séu eina góða tailenska snakkið sem ég hef smakkað. Við Egill fórum nefnilega í matarboð til Kötu vinkonu í síðustu viku og vantaði að drepa 20 mínútur á Hlemmi við bið eftir strætó. Skelltum okkur sem sagt í Mai Tai og keyptum 3 mjög framandi drykki og einn snakkpoka svona að gamni. Gaman að prófa nýja hluti. Eftir dýrindiskjúklingamáltiðina hennar Kötu ákvaðum við þrjú að prófa og þvílíkur viðbjóður sem einn drykkurinn var. Þetta var eins og að drekka bragðlausa olíu. Hinir voru ekki mikið skárri en þó næstum drykkjarhæfir. Ég borðaði eitt snakk og fékk nóg, allt of þurrt og sterkt. Fyndið hvað matarmenning getur verið ólík. Ef ég hefði alist upp við að drekka þennan ógeðisdrykk þá mundi ég örugglega kaupa hann í staðinn fyrir rauðan Kristal-Plús. Það finnst t.d. ekki öllum útlendingum harðfiskur góður, hvað þá tópas. Quinten Tarantino skilur ekkert í okkur íslendingum að finnst tópas-skot góð.

Ég hef líka komist að því að maður getur vanið sig á að borða hluti sem manni finnst ekkert svo góðir. Ég er til að mynda orðinn sólgin í ólífur, sem ég hataði hér áður fyrr. Ólífur eru dæmi um mat sem er góð-vondur. En ef maður borðar þær nógu oft þá fer manni að finnast æðislegar. Ég er reyndar hrifnari af svörtum ólífum heldur en grænum. Ég held að þessu sé eins farið með kaffi. Ég hata kaffi, finnst það ógeðslegt en samt finnst mér kaffilykt góð. Mig langar alveg að drekka kaffi (gott að geta gripið til þess í prófum í stað orkudrykkja), en vil samt ekki verða háð því eins og svo oft vill gerast. Ég hef því verið að prófa mig áfram í þessum málum, fæ mér Sviss Mokka en bið um að hafa bara 1/2 Expresso í honum í stað heils. Ég lennti svo í því um daginn að fara í heimsókn með Heimahlynningu til eldri konu og var hún búin að búa til Expresso handa mér. Ég náttúrulega gat ekki neitað þessari elskulegu konu sem var veik í þokkabót þannig að ég drakk þar með minn fyrsta alvöru kaffibolla. Hún bauð sem betur fer upp á súkkulaði með, sem ég lét bráðna með. Annars var þetta ekkert svo slæmt og hélt ég tilraunastarfseminni áfram hjá tengdamóður minni á Akureyri.

En nóg um matar- og menningarfræðslu.

Hófí

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bara öll í prufukeyrslu í mat og drykkjum he he he.:) Verður komin í koffínið áður en þú veist af he he he.:) Greinilega að Akureyrarferðin hafi verið hin besta enda alltaf gott að kíkja á heimaslóðir. Gangi þér vel í törninni sem koma skal skvís og verðum í bandi fljótlega.:) Kannski sund maby????Góða helgi.

Nafnlaus sagði...

Líst bara nokkuð vel á sund. Reyndar ekki í dag, það er svo ógeðslegt veður. En bráðlega bara. Ég held að koffínið verði nú bara eitthvað spari, og þá lítið af því ;)

Nafnlaus sagði...

Vertu bara í bandi.....er búin í vinnunni alltaf kl. 13 00 he he he:)