05 október 2007

Hreyfiþroski barna

Í augnablikinu er ég bara á fullu að vinna í 40% verkefni í vexti og þroska sem ég þarf að skila í fyrri kanntinum því ég verð fyrir norðan dagana 11.-15 október. Ég er því eiginlega búin að lesa mig fullsadda á hreyfiþroska barna. Þetta verður því lítil fríhelgi þrátt fyrir að þetta sé ekki vinnuhelgi. En ég hugga mig við Akureyri í næstu viku.

Annars er ég bara alltaf í matarboðum. Við Egill fórum í lambalæri til Eyglóar og Binna á sunnudaginn, í svín og fisk til Sverris í gær og næstkomandi þriðjudag munum við fara til Kötu í eitthvað gúmmulaði. Ekki slæmt það!

Jólin eru að koma. Allavega í Hagkaup. Mér finnst að það ætti ekki að leyfa neitt jóla fyrr en í nóvember, allavega ekki jólaauglýsingar en ég sá eina svoleiðis um daginn. Ég er nú eiginlega að svíkjast um og keypti fyrstu jólagjöfina í dag, en það var nú bara af því að ég sá eitthvað sem ég gat ekki sleppt að kaupa :) Ég get nú samt ekki annað sagt en að ég hlakki til jólanna, varð eiginlega svolítið á mis við þau í fyrra þegar við vorum á Kanarí.

Hófí

3 ummæli:

Tramplin sagði...

Ert þú semsagt ein af þeim sem vill vera með grenitré í rassaskorunni frekar en sand? Puh.

Nafnlaus sagði...

Ég þekki bara grenitrén, ætla að prófa sandinn í ár :D ....en jiii fór í eina búð í dag til að leita mér að diskamottum og það var svo troðið af jólaskrauti þar inni að ég var með jólakúlur í nefinu og glimmer út á kinn þegar ég labbaði út, Kaninn er klikkaður...og Halloween er ekki einu sinni genginn í garð..
..Bið að heilsykkur

Nafnlaus sagði...

Jólastússið er nú farið að nálgast kanann hmmmmm.:) Allveg sammála Hófí með að jólaskraut og jólalög eigi að bíða fram í lok nóv eða í byrjun des.