Árið 2008 á að vera líkamsræktarárið mikla og í tilefni þess var keypt kort í Baðhúsinu þar sem við Arna ætlum að vera rosalega duglegar að massa okkur upp. Markmiðið er að ná 10 armbeygjum á tánum (já ég er aumingi). Merkilegt hvað það eru samt margir í ræktinni eftir áramót, allir með ný áramótaheit. Ætla að sprikla af sér jólaspikið. Eitthvað held ég nú að það fækki á hlaupabrettunum þegar líða tekur á árið.
Um síðustu helgi tók ég fyrstu hjúkkuvaktirnar mínar á vökudeildinni og ég hef bara aldrei haft eins lítið að gera. Það voru svo rosalega fá börn og rólegt, en það var samt bara gott því þá gat ég gefið mér tíma til að komast betur inn í lyfjatiltekina og svona.
Þann 21. maí erum við Egill svo að fara í afslöppun og sólbað til Krítar í 2 vikur, hlakka mikið til. Hér munum við flatmaga okkur

Hófí
3 ummæli:
MMM Krít er bara yndi
Má ég vera memm hehehe.:):) UMMMMM Krít thíhí....ekkert amalegt skvís.:) Til hamingju með prófin hon og hlakka til að sjá þig aftur fyrir norðan og þá vonandi sundfötin komin í ljós í öllu draslinu hehe he.:):) Get þá einnig sýnt ykkur íbúðina og solleiðis.:):)
Já, ég kannast við þetta sólarhrings-viðsnúnings-vandamál! Munaði minnstu að ég hefði ekki mætt fyrsta daginn, ég var svo þreytt :o) (sem betur fer dreif ég mig samt, annað hefði verið heldur lame).
Úúúú, Krít! Oh ég væri alveg til í að fara þangað.
Skrifa ummæli