Vegna tæknilegra örðugleika á bloggar.is síðan í sumar þá hef ég ákveðið að færa mig um set á þessa nýju síðu sem Egill hjálpaði mér með. Vona ég að samstarf mitt við blogspot.com gangi betur en bloggar.is.
Það má segja að margt hafi á daga mína drifið síðan ég var á Rhodos. Ég er orðin hvít aftur :( Fór í velheppnaða Akureyrarferð um verslunarmannahelgina og svo er skólinn auðvitað byrjaður aftur í öllu sínu veldi. Mikið að verkefnum framundan og sé ég ekki fram á mikinn frítíma. Ég ætla samt ekki að kvarta þar sem að næstu 3 vikur mun ég fá 4 1/2 daga helgarfrí sem reyndar á að nýta til hins ítrasta í ræktina og lærdóm. Ég fór í ræktina í dag, en eitthvað fór nú minna fyrir lærdómnum, held að 5 bls í The Develping Person teljist ekki með.
Já, svo má nú ekki gleyma bökunarhæfileiknunum mínum sem komu fram daginn fyrir afmælið mitt. Ég, sem á ekki einu sinni ofn ákvað nú aldeilis að vera myndarleg og bjóða fólki í afmæliskaffi. Það þýddi því ekkert annað en að bretta upp á ermar og skella í eina marengstertu, 2 súkkulaðikökur og 2 heita rétti. Þetta tókst framar öllum vonum enda hafði ég hjálparkokka og það fór allavega enginn heim með matareitrun af mér vitandi.
Ég verð svo að vinna 20 % vinnu á Vökudeildinni í vetur eins og vanalega. Fékk svo að vita að ég verð á 11E Krabbameinsdeild í verknáminu sem byrjar reyndar ekki fyrr en 7. nóvember en ég er mjög ánægð með það.
Nú er bara að sjá hvort ég verði ekki ofur dugleg að blogga í vetur...
Hófí
p.s. ný skoðanakönnun er neðst á síðunni.
13 september 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Er mar bara sú fyrsta að kommenta he he he.:) Til hamingju með síðuna ljúfan, virkilega flott hjá þér.:):) Vertu svo dugleg að blogga í vetur thíhí.:) Heyri og sé þig á morgun skvís.:)
HALLÓ
Glæsileg síða hjá þér
Hæhæ til lukku með nýju síðuna :)
en ég er komin með nýja síðu, kataholm.blogspot.com hin fór í ruglið :)
Til hamingju með nýja bloggið! Ég hóf einmitt minn bloggferil á blogspot, en hef nú reyndar fært mig yfir á wordpress.
Og já, til hamingju með afmælið fyrir 10 dögum! (flott Una)
Skrifa ummæli